fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Englandsmeistararnir unnu Chelsea – Bruno skúrkurinn í óvæntu tapi Man Utd

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 13:27

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea 0-1 Man City

Chelsea tók á móti Manchester City í stórleik.

Fyrri hálfleikur var rólegur. Man City var mun meira með boltann. Besta færi hálfleiksins fékk Gabriel Jesus en skaut framhjá.

Á 53. mínútu kom Jesus Man City svo verðskuldað yfir. Joao Cancelo skaut þá að marki og komst Brasilíumaðurinn í boltann og skoraði.

Man City var áfram sterkari aðilinn og vann að lokum 0-1 sigur.

Man Utd 0-1 Aston Villa

Manchester United og Aston Villa mættust á Old Trafford.

Heimamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik en gestirnir fengu betri færi. Markalaust var í leikhléi.

Luke Shaw fór meiddur af velli eftir um hálftíma leik.

Á 88. mínútu kom Kortney Hause Villa yfir með skallamarki eftir sendingu frá Douglaz Luiz.

Bruno Fernandes fékk gullið tækifæri til að jafna fyrir Man Utd af vítapunktinum í uppbótartíma. Hann skaut þó yfir markið.

Bruno Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu sinni. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“