Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að honum hafi liðið ömurlega eftir seinasta leik liðsins.
United tapaði 3-1 gegn Manchester City í deildarbikarnum og var liðið alls ekki sannfærandi í leiknum.
,,Eftir þennan fyrri leik gegn City þá líður mér ömurlega. Fyrri hálfleikurinn var fyrir neðan allar hellur,“ sagði Berbatov.
,,Það var ekki gaman að horfa á það, liðið var út um allt og City var mun betri. Það sáu það allir.“
,,Ég hef séð marga tala um að þetta hafi verið versti fyrri hálfleikur United. Ég vil ekki fara svo langt en hann var ekki góður.“