Spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Bestu deild kvenna var opinberuð í dag á kynningarfundi deildarinnar. Þar var Víkingi spáð sjöunda sæti og fyrirliði liðsins, Selma Dögg Björgvinsdóttir, ræddi við 433.is á fundinum.
„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart,“ sagði Selma.
Víkingur er nýliði í deildinni en sömuleiðis ríkjandi bikarmeistari. Liðið stefnir hátt.
„Við höfum alveg sýnt að við getum allt sem við ætlum okkur svo markmiðin okkar eru háleit. Í fyrsta lagi ætlum við að halda okkur í deildinni en við stefnum mun hærra en það. Við ætlum að vera í efri hlutanum og jafnvel sýna eitthvað betra en það.“
Víkingur vann Val í leiknum meistari meistaranna í gær eftir vítaspyrnukeppni. Það gefur liðinu mikið.
„Sérstaklega því undirbúningstímabilið hefur verið upp og niður. Við erum búnar að tapa síðustu leikjum stórt, svo að koma inn í þennan leik og sýna að við getum gefið öllum liðum leik, það gefur okkur gríðarlega mikið,“ sagði Selma.
Nánar er rætt við hana í spilaranum.