fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Alberti og Hjörvari blöskrar ákvörðun Garðbæinga: „Hvaða fífl eru að sjá um innkaupin?“

433
Föstudaginn 12. maí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason voru blóðheitir í Dr. Football og segja það galið að Stjarnan hafi rekið Ágúst Gylfason úr starfi þjálfara og látið Jökul Elísabetarson taka við.

Jökull var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar en umtalið er þannig að hafi ráðið miklu i samstarfinu við Ágúst.

„Mér finnst það ekki rétt, ef það er árangurinn sem þeir eru að horfa í og spilamennskan. Þá held ég að liðið sé að spila boltann hans Jökuls,“ segir Albert Brynjar í þætti dagsins.

„Svo er annað, ef þeir eru ekki bara að horfa á úrslitin og eru að horfa í spilamennskuna. Að það sé Jökull sem sé með þetta, ég held að Jökull hafi stýrt þessu meira en Gústi. Ég gæti trúað því að þeir gætu verið að lækka launakostnaðinn,“ segir Albert einnig.

Hjörvar Hafliðason segir margt galið í þessari ákvörðun hjá stjórn knattspyrnudeildar. „Hvaða fífl eru að sjá um innkaupin? Sækja Joey Gibbs sem er einhver tankur í eitthvað hlaupakerfi? Ég skil ekki í þeim að halda áfram með Jökul þegar það er verið að spila hans bolta, hann hefur enga reynslu. Hefur bara þjálfað Augnablik og er komin í eitt af 3-4 stærstu giggum fótboltans. Bara why?,“ segir Hjörvar.

Albert Brynjar segir þetta ótrúlega galna ákvörðun. „Ef Stjarnan er að reka þjálfarann út frá úrslitum og skipulagi, þá er galið að reka Gústa en ekki Jökul. Hann hefur haft sterka rödd hann Jökull,“ segir Albert.

Hjörvar segir að símtölin í gær hafi verið áhugaverð. „Þegar maður tók öll símtölin, Brynjar Gauti fer úr félaginu því Jökull tekur ákvörðun um það. Jökull tekur þennan Sindra úr Augnablik, sem var sniðugt í þrjá leiki í fyrra en er fyndið í dag. Hann kemur með Þorberg úr Augnablik sem er langt frá þessu. Hann er með lélegt talent valuation, ef þessir gæar væru nógu góðir þá væru þeir í Breiðablik. Það er búið að klúðra Brynjari Gauta,“ segir Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona