fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433

Guðjón B: Ófagmannlegt hjá Berbatov

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov framherji Kerala Blasters í Indlandi verður líklega ekki áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð eftir útspil sitt í vikunni.

David James tók við þjálfun liðsins á dögunum en náði ekki að koma liðinu í úrslitakeppnina. Ánægja var hins vegar með störf James og fékk hann nýjan tveggja ára samning í dag. Hermann Hreiðarsson var aðstoðarþjálfari hans og Guðjón Baldvinsson lék í sóknarlínu liðsins.

Berbatov var að fara heim frá Indlandi í dag og ákvað að hrauna aðeins yfir James.

,,Versti næstum því þjálfari sögunnar, versti taktíski þjálfari sögunnar,“ skrifaði Berbatov.

,,Vippið boltanum á framherjann og við vinnum frá því, hvað rugl er þetta? Hver spilar svona.“

Guðjón er í áhugaverðu viðtali á Vísir.is og hann segir viðbrögð Berbatov ófagmannleg.

„Það kom upp eitthvað atvik í lokaleiknum þar sem Berbatov var settur á bekkinn. Eitthvað gerðist þar og hann fór bara heim, greinilega í smá fýlu. Meira svo sem veit ég ekki. Þetta var mjög ófagmannlegt hjá honum fannst mér, að bíða þar til hann var kominn upp í flugvél til að senda þessi skilaboð,“ segir Guðjón við Vísir.is en hann er kominn aftur til Stjörnunnar eftir að hafa verið á láni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota