Hinn 18 ára gamli Ruben Zarate, frá Chicago, ruddist inn í hljóðkútaverslun þar í borg og heimtaði peninga. Því miður hafði hann ekki mikið upp úr krafsinu því stærstur hluti reiðufjárins var í rammlæstum peningaskáp.
Ruben ákvað á staðnum að hann myndi reyna aftur síðar og til að spara sér erfiðið lét hann starfsmenn fá símanúmer sitt; þeir gætu þá hringt í hann þegar veglegri upphæð var í kassanum.