
Paris Saint-Germain hefur alfarið hafnað sögusögnum um að Luis Enrique hyggist yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út 2027.
Spænskir miðlar héldu því fram að stjórinn væri þegar búinn að skipuleggja brotthvarf sitt, en íþróttastjóri PSG, Luis Campos, útilokar þetta.
„Þetta eru 100 prósent falsfréttir. Það er ekki sannleikskorn í því að Luis Enrique sé að leita leiða út,“ segir hann, enn félagið telur orðrómana hafa hafist á samfélagsmiðlum.
Þvert á móti herma nýjustu fréttir frá Frakklandi að PSG hyggist bjóða Enrique nýjan og betri samning og gefa honum meiri völd innan félagsins.
Hefur Spánverjinn átt frábæru gengi að fagna í frönsku höfuðborginni, gerði liðið auðvitað að Evrópumeistara í vor og hefur átt stóran þátt í breytigu á menningunni innan félagsins.