fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristian Romero lét í sér heyra í garð stjórnenda Tottenham Hotspur í færslu á samfélagsmiðlum sem hefur nú verið eytt.

Varnarmaðurinn birti skilaboðin í kjölfar 3-2 taps Spurs gegn Bournemouth á Vitality-leikvanginum. Þar tryggði Antoine Semenyo sigur heimamanna með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma, í leik sem gæti reynst sá síðasti hjá honum með félaginu.

Tapið var það áttunda hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og situr liðið nú í 14. sæti deildarinnar, langt frá væntingum stuðningsmanna.

Romero, sem er 27 ára gamall, var greinilega ósáttur eftir leikinn og sakaði í færslu sinni „aðra aðila“ innan félagsins um að stíga aðeins fram þegar vel gengur og „segja ósatt“. Þó færslan hafi verið fjarlægð hefur hún vakið mikla athygli og ýtt undir umræðu um óánægju innan Tottenham-búðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Biðst afsökunar á því að hafa verið skítseiði í gærkvöldi

Biðst afsökunar á því að hafa verið skítseiði í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Landar stærra starfi hjá Chelsea

Landar stærra starfi hjá Chelsea