

Cristian Romero lét í sér heyra í garð stjórnenda Tottenham Hotspur í færslu á samfélagsmiðlum sem hefur nú verið eytt.
Varnarmaðurinn birti skilaboðin í kjölfar 3-2 taps Spurs gegn Bournemouth á Vitality-leikvanginum. Þar tryggði Antoine Semenyo sigur heimamanna með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma, í leik sem gæti reynst sá síðasti hjá honum með félaginu.
Tapið var það áttunda hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og situr liðið nú í 14. sæti deildarinnar, langt frá væntingum stuðningsmanna.
Romero, sem er 27 ára gamall, var greinilega ósáttur eftir leikinn og sakaði í færslu sinni „aðra aðila“ innan félagsins um að stíga aðeins fram þegar vel gengur og „segja ósatt“. Þó færslan hafi verið fjarlægð hefur hún vakið mikla athygli og ýtt undir umræðu um óánægju innan Tottenham-búðanna.
