

Yfirmaður sjúkraþjálfunar hjá Liverpool virðist hafa gefið sterka vísbendingu um stöðu Hugo Ekitike fyrir næsta leik liðsins, með því að taka hann út úr Fantasy Premier League-liðinu sínu.
Lee Nobes, sem hefur starfað hjá Liverpool síðan 2018, fjarlægði Ekitike úr liðinu sínu og setti í staðinn Igor Thiago, sem hann gerði jafnframt að fyrirliða. Þetta vakti miklar vangaveltur meðal stuðningsmanna um að Ekitike muni missa af leiknum gegn Arsenal.
Fantasy-lið Nobes ber nafnið DJs20 og margir aðdáendur tóku eftir breytingunni, enda eru lið leikmanna og starfsfólks úr ensku úrvalsdeildinni skráð á vefsíðunni Real Players League.
Ekitike var ekki með Liverpool í 2-2 jafntefli gegn Fulham á Craven Cottage, en ekkert hefur verið gefið upp um nákvæm eðli meiðsla hans.
Knattspyrnustjóri Liverpool, Arne Slot, sagði þó að Frakkinn hafi fundið fyrir óþægindum á æfingu, en engu að síður ferðast með liðinu.