

Kobbie Mainoo vill ekki yfirgefa Manchester United í janúar en hann hefur mikið verið í umræðunni í vetur.
Lengi hefur verið talað um að Mainoo vilji komast burt þar sem hann fær lítið að spila undir Ruben Amorim.
Blaðamaðurinn Samuel Luckhurst segir að það sé ekkert til í þeim sögum og að Mainoo vilji sanna sig á Old Trafford.
Mainoo er aðeins tvítugur en hefur aðeins komið við sögu í 12 leikjum í öllum keppnum í vetur.
Hann spilaði 37 leiki í öllum keppnum á síðustu leiktíð.