
Róbert Elís Hlynsson, ungur leikmaður KR, er farinn á láni til ÍBV út komandi leiktíð.
Róbert, sem er unglingalandsliðsmaður, lék sjö leiki með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
ÍBV gerði afar góða hluti sem nýliði í deildinni í fyrra og bindur miklar vonir við Róbert.
Tilkynning ÍBV
Knattspyrnumaðurinn ungi, Róbert Elís Hlynsson, hefur gengið til liðs við ÍBV á láni frá KR-ingum út keppnistímabilið 2026. Hann er 18 ára gamall leikmaður sem hefur leikið virkilega vel með KR-ingum á undirbúningstímabilinu til þessa.
Róbert er miðjumaður sem getur einnig leikið framar á vellinum, en hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands frá U16 til U19. Þar hefur hann leikið 18 leiki og skorað í þeim tvö mörk. Hann er uppalinn hjá ÍR en skipti yfir í KR eftir að hafa átt frábært tímabil með uppeldisfélaginu árið 2024.
Knattspyrnuráðið fagnar því að Róbert hafi valið að spila með ÍBV á leiktíðinni en miklar vonir eru bundnar við þennan efnilega leikmann.