
Leicester City hefur sagt Marti Cifuentes upp störfum sem knattspyrnustjóra eftir innan við sjö mánuði í starfi. Brottreksturinn kemur í kjölfar 2-1 taps gegn Oxford um helgina.
Cifuentes skilur við Leicester í 14. sæti ensku B-deildarinnar eftir 29 leiki. Leicester er sex stigum frá umspilssætum og níu stigum fyrir ofan fallsvæðið. Aðstoðarþjálfarinn Andy King mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum knattspyrnustjóra.
Spánverjinn, sem er 43 ára, tók við starfinu í júní af Ruud van Nistelrooy eftir fall félagsins úr úrvalsdeildinni. Leicester greiddi QPR um 500 þúsund pund fyrir Cifuentes, sem samþykkti jafnframt launalækkun til að taka við starfinu.
We can confirm that Martí Cifuentes has left his position as Leicester City First Team Manager with immediate effect.
— Leicester City (@LCFC) January 25, 2026