
Alejandro Garnacho er orðaður við Atletico Madrid í spænskum miðlum, aðeins hálfu ári eftir að hann kom til Chelsea frá Manchester United.
Garnacho, sem er 21 árs, gekk til liðs við Chelsea síðasta sumar fyrir um 40 milljónir punda. Hann hefur þó ekki fest sig í sessi í byrjunarliðinu.
Argentínumaðurinn vill verða algjör fastamaður fyrir HM vestan hafs næsta sumar og Atletico Madrid ku skoða möguleikann á að fá hann á láni. Hann fæddist einmitt í spænsku höfuðborginni og spilaði með yngri liðum Atletico, áður en hann fór í akademíu United árið 2020.
Garnacho hefur skorað sex mörk í 24 leikjum frá því hann gekk í raðir Chelsea.