
Lucas Paqueta er nálægt því að ganga í raðir Flamengo í heimalandinu, Braslíu, samkvæmt forseta félagsins.
Hinn 28 ára gamli Paqueta vill burt frá West Ham og aftur heim, en hann er einmitt uppalinn hjá Flamengo.
Talið er að West Ham vilji fá um 40 milljónir punda fyrir hann og nú segir Luiz Eduardo Babtista að samkomulag nálgist.
„Við erum nálægt því að semja. Við erum að ræða hvernig greiðslum verður háttað en við erum búinn að semja um margt,“ segir Babtista.
Auk West Ham og Flamengo hefur Paqueta spilað með AC Milan og Lyon á ferlinum, en hann hefur verið á Englandi síðan 2022. Varð hann Sambandsdeildarmeistari með West Ham vorið 2023.