

Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys hvetur Chelsea til að ráða inn John Terry í vetur en hann er goðsögn hjá félaginu.
Terry gerir sér vonir um að verða aðalþjálfari einn daginn en það hefur gengið erfiðlega að finna starf.
Terry hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Aston Villa og hefur einnig unnið með yngri leikmönnum Chelsea.
,,Ef ég er stuðningsmaður Chelsea þá myndi ég vilja sjá JT fá tækifærið. Hann er Chelsea út í gegn,“ sagði Keys.
,,Það er engin ástæða fyrir því að hann geti ekki gert sömu hluti og Frank Lampard er að gera hjá Coventry og með betri tól í höndunum.“
Enzo Maresca hætti sem stjóri Chelsea í gær og situr liðið í fimmta sæti deildarinnar eins og er.