fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

433
Föstudaginn 2. janúar 2026 08:35

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham hefur sent skilaboð til elsta sonar síns, Brooklyn, á samfélagsmiðlum í kjölfar mikils fréttafár um fjölskylduerjur.

Brooklyn, sem er 26 ára, er elstur barna David og Victoria Beckham, en hann giftist leikkonunni Nicolu Peltz árið 2022. Undanfarið hefur verið greint frá spennu innan fjölskyldunnar og staðfesti yngri bróðirinn Cruz nýverið að Brooklyn hefði lokað á foreldra sína og systkini á Instagram.

Meira
Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Brooklyn eyddi jólunum fjarri fjölskyldunni og birti mynd af sér og eiginkonu sinni. Í kjölfarið birtu David og Victoria færslur sem túlkaðar voru sem væg skot á soninn og Peltz.

Nú hefur David Beckham brugðist við með því að birta röð mynda á Instagram af sér með öllum börnum sínum, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Með myndunum fylgdu skilaboð þar sem hann lagði áherslu á ást sína á fjölskyldunni.

„Ég er svo þakklátur fyrir fjölskylduna mína. Ég elska ykkur öll. Þið eruð líf mitt,“ skrifaði hann við.

Meira
Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Meira
Áfram allt í rugli hjá Beckham-fjölskyldunni eftir að sonurinn gerði þetta í gær

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras