
Egyptski landsliðsmaðurinn Ramadan Sobhi, sem leikur með Pyramids FC í heimalandinu, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi vegna prófsvindls.
Samkvæmt egypskum miðlum voru Sobhi og tveir aðrir dæmdir og snýr málið að því að einstaklingum hafi verið greitt fyrir að taka próf við einkaskóla í nafni annarra.
Sá sem tók prófin hlaut einnig eins árs dóm, á meðan einn sakborningur, sem er á flótta, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Öryggisvörður í málinu var sýknaður.
Sobhi var handtekinn í júlí eftir að hann sneri heim frá Tyrklandi, þar sem hann hafði verið við æfingar, vegna gruns um fölsun gagna tengdra prófum í ferða- og hótelgreinum. Hann hefur alfarið neitað sök.
Ofan á þetta staðfesti Íþróttadómstóllinn CAS í nóvember fjögurra ára bann Sobhi vegna brota á lyfjareglum, eftir sýni sem tekið var í mars 2024.
Sobhi er 28 ára, hefur leikið 37 landsleiki fyrir Egyptaland og spilaði áður í ensku úrvalsdeildinni með Stoke City og Huddersfield. Hann hefur leikið 21 landsleik með Mohamed Salah, stærstu stjörnu Egypta.
Lögmaður hans hyggst áfrýja dómnum.