
Oleksandr Zinchenko er á leið til Ajax og mun ganga endanlega frá félagaskiptum sínum á morgun.
Ajax kaupir Zinchenko af Arsenal fyrir um 1,5 milljónir evra, en samningurinn getur hækkað með árangurstengdum bónusum.
Zinchenko, sem er 29 ára gamall, var á láni hjá Nottingham Forest fyrri hluta tímabilsins. Þar spilaði hann tíu leiki en skoraði hvorki mark né lagði upp.
Zinchenko kom til Arsenal árið 2022 frá Manchester City en hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í byrjunarliði Lundúnaliðsins síðustu ár.
🚨🇺🇦 Oleksandr Zinchenko will fly to Amsterdam on Friday to sign in as new Ajax player.
Deal becomes permanent from Arsenal for €1.5m fee plus add-ons linked to UCL. pic.twitter.com/7wXuyIDuUe
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 29, 2026