fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Úr D-deild í Meistaradeildina

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. janúar 2026 15:00

Úr leik Union gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mateo Biondic er að ganga í raðir Union St. Gilloise í Belgíu í því sem verða sennilega ein áhugaverðustu félagaskipti janúargluggans.

Biondic er 22 ára gamall framherji sem spilar með Trier í þýsku D-deildinni. Hefur hann skorað sjö mörk og lagt upp fimm í 17 leikjum fyrir áramót.

Union er á toppi belgísku deildarinnar og er einnig í Meistaradeildinni. Þar er liðið með sex stig og á enn möguleika á að komast í útsláttarkeppnina, en á eftir krefjandi leiki við Bayern Munchen og Atalanta.

Biondic var á yngri árum í akademíum Hannover, Schalke og Paderborn, en hefur svo varið síðustu árum í neðri deildunum. Það verða viðbrigði fyrir hann að spila í Meistaradeildinni í þessum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni