fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. janúar 2026 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos, fyrrum fyrirliði Real Madrid og spænska landsliðsins, gæti verið að eignast hlut í félagi í heimalandinu ef marka má fréttir þaðan.

Ramos, sem er 39 ára og goðsögn í fótboltanum, lék 16 ár með Real Madrid og vann meðal annars fjóra Meistaradeildartitla og fimm spænska meistaratitla. Með spænska landsliðinu lék hann 180 landsleiki og varð Evrópumeistari 2008 og 2012, auk þess að vinna HM 2010.

Varnarmaðurinn yfirgaf mexíkóska liðið Monterrey í desember og er nú án félags. Hann hefur verið orðaður við ýmis evrópsk lið, en samkvæmt fréttum frá Spáni er hann jafnframt kominn í viðræður um að fjárfesta í Sevilla, uppeldisfélagi sínu. Myndi hann þar leiða hóp sem yrði minnuhlutaeigandi í félaginu, en hópurinn á besta boð sem stendur.

Sevilla hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár og slapp naumlega við fall síðasta vor. Liðið situr nú í 10. sæti La Liga, fimm stigum frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni