Mason Greenwod sóknarmaður Marseille vonast eftir því að fá kallið aftur í enska landsliðið, hann hafnaði því að spila fyrir Jamaíka.
Greenwood getur nú spilað fyrir Jamaíka þar sem hann er með tvöfalt ríkisfang.
Greenwood er 23 ára gamall en hans eini A-landsleikur kom árið 2020 á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Greenwood var rekinn heim úr því verkefni eftir að hafa boðið íslenskum konum á hótel sitt ásamt Phil Foden. Atvikið átti sér stað á tímum Covid-19.
Eftir það hallaði hratt undan fæti hjá Greenwood sem var sakaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi og var handtekinn vegna þess. Eftir langa rannsókn var málið fellt niður.
Greenwood hefur síðan þá fundið taktinn innan vallar aftur og hefur blómstrað í Frakklandi en hann er aðeins 23 ára gamall. Hann vonast eftir því að fá aftur tækifæri með enska landsliðinu.