Samfélagsmiðlar loga eftir orðróma frá Suður-Ameríku þar sem haldið er fram að nýtt ástarsamband milli spænska undrabarnsins Lamine Yamal og tónlistarkonunnar Nicki Nicole hafi endað jafn hratt og það hófst.
Samkvæmt fjölmiðlum í Suður-Ameríku hefur Nicole sparkað Yamal og fundið nýjan unnusta en hún heitir fullu nafni Nicole Denise Cucco, 25 ára, og er með yfir 22 milljónir fylgjenda á Instagram.
Sá aðili er enginn annar en Franco Mastantuono, 18 ára sóknarmaður og nýjasti leikmaður Real Madrid, sem kom frá River Plate í sumar.
Mastantuono og Yamal, sem báðir eru 18 ára og spila svipaðar stöður fyrir erkifjendurna í Barcelona og Real Madrid. Þeir eru í samkeppni innan vallar og nú virðist keppnin vera komin yfir á ástarsviðið líka.
Það sem gerir málið enn meira spennandi er að Yamal og Nicole voru sögð byrja saman fyrir aðeins 13 dögum en orðrómur gengur nú um að hún hafi skipt út Barca-stjörnunni fyrir nýliðann í Madríd.
Engin staðfesting hefur komið frá aðilum málsins. Nicole, Yamal og Mastantuono hafa öll þagað þunnu hljóði þrátt fyrir háværar vangaveltur aðdáenda á samfélagsmiðlum.