Matthijs de Ligt varnarmaður Manchester United er að ganga í gegnum skilnað við eiginkonu sína. Hollenskir miðlar segja að hann hafi fengið upp í kok af andlegu ferðalagi hennar.
Athygli vakti að De Ligt fór í sumarfrí án hennar og hefur ástæða þess nú komið í ljós.
De Ligt sem er frá Hollandi giftist samlandi sínum Annekee Molenaar í júní í fyrra, hjónabandið er nú á leið í vaskinn.
Annekee hefur á samfélagsmiðlum mikið verið að auglýsa sitt andlega ferðalag og hvernig hún lifir lífinu. Þetta á að hafa farið verulega í taugarnar á De Ligt.
De Ligt hefur verið án hennar í fríi bæði á Ibiza og svo á Barbados. Sambandið er komið í þrot.
De Ligt og Annekee Molenaar höfðu verið par í mörg ár og búið saman í Amsterdam, Torino og Munchen áður en þau fluttu til Manchester í fyrra.
De Ligt var keyptur til United fyrir tæpu ári síðan og var lykilmaður í slöku United liði á síðustu leiktíð.