Jhon Duran er á förum frá Sádi Arabíu aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa komið til landsins frá Englandi.
Framherjinn er að kveðja lið Al-Nassr í bili en hann gerir lánssamning við Fenerbahce í Tyrklandi.
Al-Nassr mun borga öll laun leikmannsins þar til júní 2026 en hann bað sjálfur um að fá að semja í Evrópui á ný.
Duran var áður á mála hjá Aston Villa en ákvað að yfirgefa félagið í janúar fyrir peningana í Sádi.