fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Kostaði 47 milljónir fyrir þremur árum en er nú fáanlegur fyrir þrjár milljónir

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 5. júní 2025 18:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður ekki dýrt að semja við sóknarmanninn Timo Werner í sumar en hann er á mála hjá RB Leipzig.

Ferill Werner hefur verið á mikilli niðurleið undanfarin ár en hann hefur spilað með Tottenham á láni undanfarin tvö tímabil.

Werner stóðst engan veginn væntingar hjá Tottenham sem vildi ekki kaupa hann endanlega og vill Leipzig ekki sjá hann næsta vetur.

Werner kostaði Chelsea 47 milljónir punda fyrir aðeins þremur árum þar sem hlutirnir gengu ekki upp og var hann fljótt seldur aftur til Leipzig.

Nú er greint frá því að Leipzig vilji aðeins þrjár milljónir punda fyrir Werner í sumar sem er í raun ótrúlega lítil upphæð miðað við markaðinn í dag.

Werner er enn aðeins 29 ára gamall og var þýskur landsliðsmaður en hann hefur átt erfitt með að finna taktinn í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona