fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Reiðarslag fyrir Ísland ef þessar spár ganga eftir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. júní 2025 08:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Evrópumótið í Sviss er á næsta leyti og leikur Ísland fyrsta leik mótsins, gegn Finnum. Samkvæmt bókinni góðu er það slakasta lið riðilsins og því afar mikilvægt fyrir Stelpurnar okkar að taka sigur í þessum leik.

Veðbankar eru hliðhollir Íslandi og á Lengjunni er stuðull á sigur Íslands til að mynda 1,73. Stuðull á sigur Finnlands er 3,82 og 3,23 á jafntefli.

Hvað möguleika Íslands á mótinu varðar virðast veðbankar almennt ekki hafa allt of mikla trú. Noregur og Sviss, sem einnig eru í riðlinum og leika innbyrðis sama dag og Ísland og Finnland, eru talin mun sigurstranglegri í riðlinum. Þar eru Norðmenn skör ofar.

Íslenska liðið er hins vegar það hæst skrifaðasta samkvæmt heimslista FIFA af þessum fjórum þjóðum og hafa Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og leikmenn ekki farið leynt með það að stefnan sé sett rakleiðis upp úr riðlinum.

Ljóst er að það yrðu mikil vonbrigði að takast ekki ætlunarverkið.

Dagskrá Íslands á EM
2. júlí gegn Finnum
6. júlí gegn Sviss
10. júlí gegn Noregi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Í gær

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Í gær

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst