Lögreglan í Manchester tók Lamborghini Urus bifreið sem Andre Onana markvörður Manchester United af honum á miðvikudag.
Ástæðan er sú að Onana hafði gleymt að tryggja ökutæki sitt og er það með öllu bannað í Bretlandi.
Vinur Onana var að keyra bílinn þegar lögreglan stoppaði ökutækið, var bíllinn síðar tekinn upp á kranabíl og farið með hann í burtu.
Bifreiðin kostar 350 þúsund pund eða um 60 milljónir króna. Onana þarf nú að leysa ökutækið út með því að kaupa sér tryggingu.
Onana er á sínu öðru ári hjá United en hann gæti farið í sumar eftir röð mistaka undir stjórn Ruben Amorim.