Gylfi Þór Sigurðsson hefur flutt fyrirtæki sitt Tækniþjálfun upp í Kórinn. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Þar segir að tekist hafi að semja við Kópavogsbæ um leigu á Kórnum fyrir Tækniþjálfun Gylfa Sig.
Tækniþjálfun Gylfa hefur í vetur verið í Sporthúsinu og hafa margir krakkar lagt leið sína þangað. Sporthúsið er hins vegar að loka fótboltavelli sínum.
Flutningurinn er stórt skref í að efla þjálfunina enn frekar. Kórinn er eitt glæsilegasta íþróttamannvirki landsins og rímar vel við við þann metnað okkar um að bjóða iðkendum upp á æfingar við bestu mögulegu aðstæður.
„Við erum ótrúlega spennt að flytja okkur í Kórinn,“ sagði Gylfi Þór um breytingarnar. „Kórinn býður upp á aukna möguleika í þjálfuninni okkar. Við getum lagt enn meiri áherslu á spyrnutækni, hvort sem um er að ræða skot eða sendingar.
Við viljum aðeins það besta fyrir iðkendur okkar og þess vegna er frábært að Kórinn sé orðinn okkar heimavöllur.“