Breiðablik verður í efri flokk þegar dregið verður í Meistaradeild Evrópu í júní. Þetta kemur fram í dag.
Þetta gefur Blikum meiri von um að komast áfram úr fyrstu umferðinni þar sem liðið mætir þá slakari andstæðingum.
Magnús Sigurbjörnsson bendir á þetta og skrifar. „Breiðablik verða í sterkari flokknum (seeded) í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í júlí. Íslandsmeistarinn hefur ekki verið í sterkari flokknum (seeded) síðan að KR vann deildina 2003 og mætti Pyunik í CL Q1 03/04. Dregið 17. júní,“ skrifar Magnús.
Góður árangur íslenskra liða í Evrópu síðustu ár hefur komið Íslandi í góða stöðu en áður var liðið í ruslflokki.
Breiðablik verða í sterkari flokknum (seeded) í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í júlí. Íslandsmeistarinn hefur ekki verið í sterkari flokknum (seeded) síðan að KR vann deildina 2003 og mætti Pyunik í CL Q1 03/04. Dregið 17. júní.
— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) May 9, 2025