„Eins og allir hjá Liverpool þá eru ég svekktur að sjá hann fara,“ sagði Arne Slot þegar hann ræddi um þá staðreynd að Trent Alexander-Arnold fari frá félaginu í sumar.
Trent ætlar frítt frá Liverpool í sumar og mun ganga í raðir Real Madrid en hann hefur í tuttugu ár verið hjá Liverpool.
Trent er 26 ára gamall og er einn besti bakvörður fótboltans. „Hann er ekki bara góð manneskja en einnig frábær bakvörður.“
„Ég hef unnið hjá félögum í Hollandi þar sem á hverju tímabili fer öflugur leikmaður og jafnvel fleiri en einn. Ég þekki því stöðuna.“
„Ég þekki þetta og félagið líka að góður leikmaður fari. Næsti góði leikmaður stígur upp og það mun gerast.“