Stuðningsmenn Al-Nassr eru í sárum og vaða nú í Cristiano Ronaldo framherja og fyrirliða liðsins.
Ronaldo og félagar duttu úr leik í Meistaradeild Asíu í síðustu viku og vöskuðu svo deildinni í gær.
Al Ittihad vann þá 3-2 sigur á Al-Nassr þar sem sigurmarkið kom undir lok leiksins.
„Sjáðu hvernig grenjandi krakkinn sem er með fyrirliðabandið hagar sér. Það versta sem hefur gerst fyrir Al Nassr, harðasti kjarna stuðningsmanna vill hann burt. Farðu frá félaginu mínu Cristiano,“ skrifar einn stuðningsmaður Al-Nassr.
„Hann hefur svikið Al Nassr og fengið 900 milljónir dollara fyrir það,“ skrifar annar.
Ronaldo er fertugur og samningur hans við félagið er að renna út. Óvíst er hvað gerist.
„Hann baðar út höndunum eins og hann hafi gert eitthvað í ár. Hann á ekki skilið að vera fyrirliði.“
غضب كريستيانو
📽- تابع الحساب الأساسي : @NFCStudio1#CristianoRonaldo#CR7𓃵#Ronaldo
#النصر_الاتحاد | #AlNassrIttihad pic.twitter.com/XjlRgQfHhn— تغطية لمباريات النصر V (@xx76668329) May 7, 2025