David Beckham og Gary Neville hafa gengið frá yfirtöku á Salford City. Kaupa þeir vini sína út.
Class of 92 sem er hópur fyrrum leikmanna Manchester United keypti félagið árið 2014.
Í hópnum voru Nicky Butt, Paul Scholes, Ryan Giggs og Phil Neville hafa þeir allir selt hlut sinn núna.
Neville og Beckham munu nú stýra félaginu en þeir fengu fjárfesta frá Bandaríkjunum með sér í lið.
Koma þeir aðilar með fjármagn á borðið en Neville hefur verið sá aðili sem hefur komið mest að rekstrinum.