fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Óskar Hrafn og öll brenndu skipin hans gleðja netverja mikið – „Stóð upp, leit aftur fyrir mig og sá engin skip“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í KR hafa svo sannarlega litað Bestu deildina skemmtilegum litum í upphafi sumars.

KR hefur skorað fimmtán mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins, liðið sækir til sigurs í hverjum einasta leik og neitar að leggjast niður að verjast.

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Þetta hefur skilað einum sigri og fjórum jafnteflum en Óskar var í viðtali eftir 3-3 jafntefli við Breiðablik þar sem hann ræddi um skipin sem hann væri búin að brenna.

„Vegna þess að það er bara það sem við erum. Þar liggur sjálfsmynd okkar, að sækja. Ég hef vísað í Hernán Cortés þegar hann brenndi skip 1519 fyrir utan strendur Mexíkó. Menn höfðu ekkert val, þeir þurftu að fara upp á land og sigra asteka í mikilli undirtölu. Það gildir það sama um þetta. Ég talaði við konuna mína í síðustu viku og hún spurði þar sem við vorum að fara að mæta Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli hvort við ætluðum ekki að fara varkárt inn í leikinn? Ég leit aftur fyrir mig og spurði hana hvort hún sæi einhver skip. Hún sá engin skip. Þá var því svarað, við erum búnir að brenna skipin,“ sagði Óskar í viðtali við Fótbolta.net.

Netverjar hafa sérstaklega gaman af þessum ummælum Óskars sem hafa orðið til þess að margir eru að ræða um þau á X-inu.

„Maðurinn er auðvitað snillingur,“ segir Jóhann Skúli Jónsson sem stundum starfar sem forfallakennari í Dr. Football hlaðvarpinu.

Jón Kári Eldon einn harðasti stuðningsmaður KR Hefur einstaklega gaman af ummælum Óskars.

Auðunn Örn Gylfason sem kemur að KV sem er vennslalið KR hefur einnig gaman af ummælum Óskars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan