Njósnari Real Madrid var á Emirates vellinum í London á laugardag þar sem Bournemouth vann óvæntan sigur á Arsenal.
Útsendari Real Madrid var þarna mættur til að skoða tvo leikmenn Bournemouth.
Dean Huijsen miðvörður Bournemouth og vinstri bakvörðurinn Miloz Kerkez eru báðir á lista Real Madrid.
Huijsen er tvítugur spænskur landsliðsmaður sem hefur vakið gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína í sumar.
Kerkez er öflugur bakvörður en fleiri stórlið hafa verið að skoða þessa leikmenn síðustu vikur.