Viktor Unnar Illugason er gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Óskar Hrafn Þorvaldsson fer með KR lið sitt á Kópavogsvöll á mánudag og mætir sínum fyrrum félögum í Breiðabliki. Vesturbæingar hafa án efa skemmt áhorfendum mest í Bestu deild karla það sem af er og má búast við skemmtilegum leik eftir helgi.
„Ég er ekkert eðlilega peppaður. Ég held að Óskar mæti með einhverja flugeldasýningu. Hann mun skilja einn eftir til baka, fara fram með allt liðið, koma hátt með markmanninn. Bara allt til að stjaka við Blikum,“ sagði Hrafnkell Freyr.
„Þeir eru bara langskemmtilegasta liðið. Það er geggjað að horfa á þá,“ sagði Viktor.
Nánar í spilaranum.