fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“

433
Föstudaginn 16. maí 2025 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er úr leik í bikarnum eftir tap gegn Vestra á heimavelli í gær, Íslandsmeistararnir eru úr leik eftir tapið í 16 liða úrslitum.

Breiðablik er með 13 stig í Bestu deildinni og við toppinn en Kristján Óli Sigurðsson, furðar sig á breytingum á byrjunarliðinu í gær.

Brynjar Atli Bragason kom inn í markið og þá var Daniel Obbekjær mættur í hjarta varnarinnar.

„Það er frábær spurning, Brynjar átti ekki góðan leik í fyrra markinu. Hann varði á 96 mínútu en það skiptu engu. Ég vona að þetta hafi verið síðasti leikur Daniel Obbekjær, þetta eru lélegustu kaup Breiðabliks í útlendingum. Hafa nú mörg verið slæm, Ásgeir Orri er tvítugur hafsent. Af hverju spilar hann ekki?,“ segir Kristján í Þungavigtinni í dag.

Kristján vill þó meina að Blikar hafi átt að jafna leikinn. „Sanngjarn sigur en aðstoðardómarinn drullar upp á bak þegar Kristófer jafnar, það var ekki rangstaða. Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel að þetta var ekki rangstaða.“

Mikael Nikulásson segir slæmt ástand í Kópavoginum. „Virkilega sanngjarnt, vektu mig bara þegar Blikarnir ætla að byrja þetta sumarið. Þeir hafa ekki getað rassgat frá því að mótið byrjaði.“

„Viðtölin við Dóra eftir leik, þetta er eins og að horfa á málningu þorna. Það er ekki góð ára yfir Breiðablik. Blikarnir voru á 50-60 prósent hraða. Það er Tobias Thomsen að þakka að Breiðablik er ekki í fallbaráttu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas