Real Madrid hefur gengið frá samkomulagi við Bournemouth um kaupverðið á Dean Huijsen. Frá þessu er greint í dag.
Real Madrid borgar 50 milljónir punda fyrir varnarmanninn en slík klásúla var í samningi hans.
Í stað þess að borga allt í einu fær Real Madrid að skipta greiðslum eins og tíðkast oftast.
Huijsen er tvítugur miðvörður og hefur spilað fyrir spænska landsliðið, hann kostaði 15 milljónir punda þegar hann kom frá Juventus fyrir tæpu ári.
Huijsen er nú í samtali við Real Madrid um kaup og kjör en ekki er talið að það verði stórt vandamál.