fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. maí 2025 22:00

Hörður Björgvin hefur verið lengi frá. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið endurheimtir sterka leikmenn fyrir komandi vináttuleiki gegn Norður-Írum og Skotlandi í næsta mánuði.

Um er að ræða síðustu leiki Íslands áður en undankeppni HM hefst í haust, en þetta er annað landsliðsverkefnið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og Daníel Leó Grétarsson eru allir að snúa aftur eftir meiðsli.

video
play-sharp-fill

„Þetta eru mjög sterkir leikmenn sem hafa gert góða hluti fyrir landsliðið okkar. Jói er vonandi að ná miklu afreki á sínum ferli og spila sinn 100. landsleik,“ sagði Arnar við 433.is í Laugardalnum í dag, eftir að hafa tilkynnt um hóp Íslands.

„Þeir eru mislangt á veg komnir. Jói er búinn að spila mest af þeim, Daníel Leó svo aðeins meira heldur en hinir tveir. Haustið skiptir svo miklu máli að það er mikilvægt að þeir komi inn í hópinn, kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust að fara yfir það allt saman.“

Það vakti athygli margra að Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, var valinn í hópinn fyrir leikina.

„Ég er mikill stuðningsmaður Bestu deildarinnar og er alltaf að reyna að koma leikmönnum þaðan að. Það er erfitt því þeir eru að keppa við ansi sterka leikmenn sem eru að spila á mun hærra leveli en Besta deildin hér heima er. Þetta er stórt tækifæri fyrir hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
Hide picture