Það er allt að verða klappað og klárt svo Arne Slot geti keypt sinn fyrsta leikmann til Liverpool í sumar. Samkomulag við Jeremie Frimpong er nánast í höfn.
Hægri bakvörðurinn á að koma frá Bayer Leverkusen og fylla skarð Trent Alexander-Arnold.
Kaupverðið verður í kringum 40 milljónir evra en slík klásúla er í samningi Frimpong við Leverkusen.
Sagt er að eftir eigi að klára nokkur smáatriði svo geti kaupin hjá Liverpool gengið í gegn.
Búist er við nokkru fjöri hjá Liverpool á markaðnum í sumar þar sem nokkrir gætu farið og aðrir komið í þeirra stað.