Bayer Leverkusen vill ráða Erik ten Hag til starfa og láta hann taka við af Xabi Alonso sem er að hætta. Athletic segir frá.
Alonso er að taka við Real Madrid og vill Leverkusen að Ten Hag mæti til leiks.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í nóvember og hefur síðan þá haldið sig til hlés frá fótboltanum.
Ten Hag hefur starfað í Þýskalandi en hann var þjálfari hjá varaliði FC Bayern á árum áður.
Starfið hjá Leverkusen er spennandi og gæti Ten Hag verið klár í slaginn ef launin eru nálægt því sem hann hafði hjá United.