Minnesota United vann öflugan sigur á Inter Miami í MLS deildinni um helgina í Bandaríkjunum.
Minnesota vann 4-1 sigur á heimavelli sem var nokkuð óvænt.
Þeir sem sjá um samfélagsmiðla Minnesota höfðu gaman af sigrinum og sendu inn pillu sem fór ekki vel í David Beckham eigandi Inter Miami.
„Bleikt falsað félag,“ skrifaði Minnesota á X síðu sína.
Við þetta var Beckham ekki sáttur. „Sýnið smá virðingu og kunnið að fagna sigri á fagmannlegan hátt,“ skrifaði Beckham sem er ekki mjög virkur á X-inu.