Manchester United ætlar sér stóra hluti á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er félagið sagt ætla að leggja fram tilboð í Sandro Tonali hjá Newcastle.
Þetta kemur fram í fjölmiðlum í heimalandi miðjumannsins, Ítalíu, en hann hefur spilað stóra rullu í liði Newcastle á leiktíðinni. Liðið er í hörkubaráttu um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni og vann þá deildabikarinn.
United hefur átt afleitt tímabil og er í 16. sæti. Liðið gæti þó bjargað sér með því að vinna Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og komast þannig í Meistaradeildina.
Myndi United í því tilfelli hafa mun meira bolmagn á félagaskiptamarkaðnum en ella og myndi félagið reyna við menn eins og Tonali.
Talið er að United sé til í að bjóða Newcastle um 85 milljónir punda fyrir Tonali.