fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Gagnrýndir fyrir skelfileg vinnubrögð: Atvinnulaus eftir færslu á samskiptamiðlum – ,,Gott að komast að þessu á Instagram“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. maí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strákur að nafni Kian Best er ekki sáttur þessa stundina en hann er nú atvinnulaus eftir að hafa spilað með Preston í næst efstu deild Englands.

Best er 19 ára gamall og spilar í vörninni en hann lék 12 leiki fyrir liðið í deild á síðustu leiktíð en aðeins einn á þessu tímabili.

Stefán Teitur Þórðarson er leikmaður Preston og er þarna að missa liðsfélaga sem var látinn fara frá Preston í raun upp úr þurru.

Best hefur spilað með Bohemians í Írlandi á láni á þessu tímabili en fékk þær fréttir á Instagram að hann væri ekki lengur í plönum enska félagsins.

Preston hefur rift samningi leikmannsins sem er uppalinn hjá félaginu og má hann því finna sér nýja vinnu í sumar.

,,Gott að komast að þessu á Instagram,“ skrifaði Best á Instagram síðu sína og birti færsluna sem Preston birti á samskiptamiðla.

Sjálfur hafði strákurinn ekki hugmynd um eigin stöðu en enginn hjá Preston hafði samband við hann sem verður að teljast mjög lélegt af félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“