Strákur að nafni Kian Best er ekki sáttur þessa stundina en hann er nú atvinnulaus eftir að hafa spilað með Preston í næst efstu deild Englands.
Best er 19 ára gamall og spilar í vörninni en hann lék 12 leiki fyrir liðið í deild á síðustu leiktíð en aðeins einn á þessu tímabili.
Stefán Teitur Þórðarson er leikmaður Preston og er þarna að missa liðsfélaga sem var látinn fara frá Preston í raun upp úr þurru.
Best hefur spilað með Bohemians í Írlandi á láni á þessu tímabili en fékk þær fréttir á Instagram að hann væri ekki lengur í plönum enska félagsins.
Preston hefur rift samningi leikmannsins sem er uppalinn hjá félaginu og má hann því finna sér nýja vinnu í sumar.
,,Gott að komast að þessu á Instagram,“ skrifaði Best á Instagram síðu sína og birti færsluna sem Preston birti á samskiptamiðla.
Sjálfur hafði strákurinn ekki hugmynd um eigin stöðu en enginn hjá Preston hafði samband við hann sem verður að teljast mjög lélegt af félaginu.