Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Newcastle fékk þar Chelsea í heimsókn á St. James’ Park.
Það var mikið í húfi fyrir bæði lið sem eru að berjast um Meistaradeildarsæti og er sú barátta hörð.
Chelsea lenti undir eftir tvær mínútur í dag og fékk svo rautt spjald á 36. mínútu sem gerði liðinu erfitt fyrir.
Nicolas Jackson var rekinn af velli fyrir olnbogaskot og svo undir lok leiks gerði Bruno Guimarares annað mark heimamanna.
Gríðarlega mikilvægur sigur Newcastle sem lyftir sér í þriðja sæti og er þremur stigum á undan Chelsea.