Liverpool er sagt hafa áhuga á því að kaupa bæði Dean Huijsen og Milos Kerkez frá Bournemouth í sumar.
Um er að ræða tvo öfluga varnarmenn en Huijsen er tvítugur landsliðsmaður Spánar og kom frá Juventus.
Kerkez er bakvörður sem hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína á þessu tímabili.
Daily Mail segir að Liverpool vilji einnig kaupa Hugo Ekitike framherja Frankfurt til að styrkja sóknarleikinn.
Vita er að Liverpool hefur talsverða fjármuni til að festa kaup á nýjum leikmönnum í sumar.