Erik ten Hag er sagður koma sterklega til greina sem næsti þjálfari Bayer Leverkusen en búist er við að Xabi Alonso hætti í sumar.
Alonso er sterklega orðaður við starfið hjá Real Madrid sem er að losna. Carlo Ancelotti er að taka við Brasilíu.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í nóvember en hann þekkir umhverfið í Þýskalandi.
Ten Hag stýrði varaliði FC Bayern á árum áður en hann er 55 ára gamall stjóri frá Hollandi.
Leverkusen er sagt spennt fyrir því að skoða Ten Hag verði að því að Alonso fari heim til Spánar.