Samkvæmt frétt iPaper er Barcelona tilbúið að taka Marcus Rashford sóknarmann Manchester United í sumar.
Það er draumur Rashford að ganga í raðir Barcelona en það gæti þó orðið erfitt.
Barcelona mun ekki vera tilbúið að borga þær 40 milljónir punda sem Manchester United vill fyrir kappann.
Rashford er 27 ára gamall og er á láni hjá Aston Villa en meiddist á dögunum.
Villa getur keypt Rashford á 40 milljónir punda í sumar en hann er sagður spenntari fyrir því að fara til Katalóníu.