Benjamin Stokke er genginn í raðir Aftureldingar en félagið gekk frá samningi við hann í gær á gluggadegi. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Búið er að skila inn helstu pappírum til KSÍ en beðið er eftir staðfestingu frá knattspyrnusambandinu í Noregi.
Stokke er 34 ára gamall norskur framherji og varð markakóngur í B-deildinni þar í landi árið 2023.
Hann var eftir það tímabilið mættur til Íslands og var hluti af liði Breiðabliks sem varð ÍSlandsmeistari á síðustu leiktíð. Stokke skoraði fjögur mörk fyrir Blika en var mest á bekknum.
Stokke hefur undanfarið leikið með Eik Tönsberg í C-deildinni þar í landi en mætir nú aftur til Íslands.
Afturelding hefur verið að leita að framherja síðustu vikur en liðið hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum umferðum Bestu deildarinnar, það mark kom af vítapunktinum í sigri á Víkingi.