Þetta kemur fram í Sky í Þýskalandi, en kantmaðurinn er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Bayern.
Sane mun taka á sig launalækkun, skrifa undir þriggja ára samning og þéna um 10 milljónir evra fyrir árið. Upphæðin gæti hækkað með bónusum.
Al-Ittihad í Sádí var hins vegar til í að greiða Þjóðverjanum 25 milljónir evra á ári í fjögur ár.
Sane hefur alltaf verið staðráðinn í að vera áfram hjá Bayern, en Arsenal og Liverpool hafa til að mynda sýnt því áhuga að fá þennan fyrrum leikmann Manchester City aftur til Englands.