fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
433Sport

Þorvaldur svekktur með stöðuna – Telur að úrslitin hefðu mögulega þróast í aðra átt ef Laugardalsvöllur væri í lagi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 19:00

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ fór yfir stöðuna á landsliðsverkefnum og síðustu verkefnum A-landsliðanna þar sem ekki var hægt að leika á heimavelli.

Framkvæmdir eru í gangi á Laugardalsvelli og standa vonir til um að hægt verði að spila á honum í júní þegar A-landslið kvenna á heimaleik gegn Frökkum. Beðið hefur verið eftir framkvæmdum við leikvöllinn í mörg ár og eru þau nú að klárast.

„Þorvaldur Örlygsson fór stuttlega yfir síðustu verkefni landsliða og kynnti samantekt frá knattspyrnusviði. A landslið karla þurfti að leika umspilsleik (heimaleik) í Murcia á Spáni og A landslið kvenna lék tvo leiki í Þjóðadeildinni á Þróttarvelli. Allt skipulag leikjanna gekk heilt yfir vel og vallaryfirvöld í Murcia og Þróttarar í Reykjavík eiga þakkir skildar fyrir gott starf og jákvætt viðmót,“ segir í fundargerð KSÍ.

Þorvaldur segir stöðuna þó ekki viðunandi. „Fram kom í máli formanns að þrátt fyrir að framkvæmd leikjanna hafi gengið vel þá varpi þessi raunveruleiki verulega skörpu ljósi á stöðuna sem landsliðin okkar eru í varðandi vallarmál, enda aldrei að vita hver úrslit leikjanna hefðu orðið ef landsliðin hefðu getað leikið heimaleiki sína einmitt á Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli í Reykjavík.“

A-landslið karla lék í Murcia í umspili Þjóðadeildar í mars og fékk þar ljótan skell gegn Kosóvó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool snúast gegn Diaz vegna ummæla hans

Stuðningsmenn Liverpool snúast gegn Diaz vegna ummæla hans
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furðumark er Tottenham lagði Arsenal – Myndband

Furðumark er Tottenham lagði Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt opið hjá íslensku liðunum í kvöld – Fylgir KA eftir mögnuðum úrslitum?

Allt opið hjá íslensku liðunum í kvöld – Fylgir KA eftir mögnuðum úrslitum?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja fá hann aftur til Englands og gera Juventus tilboð

Vilja fá hann aftur til Englands og gera Juventus tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skynja að Sesko nálgist United og skoða aðra kosti

Skynja að Sesko nálgist United og skoða aðra kosti
433Sport
Í gær

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Í gær

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi